
HVER VIÐ ERUM / WHO WE ARE
ERGI var stofnað vorið 2025 sem félag fyrir hinsegin stúdenta, stuðningsfólk þeirra og vini um allt land.
Við vinnum að því að skapa sterkt og sýnilegt hinsegin samfélag innan háskólanna og í samfélaginu almennt. Markmið okkar er að byggja upp öruggan, opinn og valdeflandi vettvang þar sem hinsegin fólk og félagar geta komið saman, tengst öðrum, fræðst og haft áhrif.
Við trúum því að samfélag sem tekur utan um fjölbreytileika og mannréttindi sé betra samfélag fyrir okkur öll. Þess vegna vinnum við markvisst að því að auka sýnileika, efla samtal og standa vörð um réttindi hinsegin fólks bæði innan skólakerfisins og utan þess.
ERGI stendur fyrir fræðslu, félagsstarfi, viðburðum, samfélagsuppbyggingu og pólitískri þátttöku. Hvort sem þú ert í námi eða einfaldlega að leita að tengingu og stuðningi þá er rými fyrir þig hér.
ERGI er fyrir þig sem ert hinsegin, leitandi eða langar að taka þátt í fjölbreyttu og opnu samfélagi!
ERGI was founded in the spring of 2025 as a community for queer students and their allies across Iceland.
We work to build a strong, visible, and empowered queer presence within universities and in society at large. Our mission is to create safe, open, and affirming spaces where queer people can connect, learn, grow, and make their voices heard.
We believe that an environment that embraces diversity and human rights is better for everyone. That’s why we actively promote visibility, dialogue, and advocacy for queer rights both within educational institutions and beyond.
ERGI organizes educational events, community-building activities, and takes part in social and political initiatives. Whether you’re a part of university life or just looking for connection and support there’s a place for you here.
ERGI is there for you, whether you're queer, questioning, or just looking to become a part of a diverse and open community!
Our Mission
Markmiðin
ERGI er til staðar til að valdefla hinsegin stúdenta með því að skapa örugg, sýnileg og opin rými þar sem við getum tengst, vaxið og dafnað saman.
Við vinnum að því að efla hinsegin nærveru í háskólum og landsbyggðinni í heild sinni með því að skapa samfélag, fara með fræðslu og standa vörð um mannréttindi. Langtímamarkmið ERGI er að stuðla að uppbyggingu miðstöðvar hinsegin fólks á Norðurlandi þar sem félagsstarf, fræðsla, rannsóknir og stuðningur dafnar í heimabyggð!
Hlutverk okkar er að styrkja raddir hinsegin fólks og hinseginvænna bandamanna, sporna gegn mismunun og tryggja að fólk upplifi samfélag í kringum sig.
Hvort sem þú leitar að fræðslu, stuðningi, breytingum eða félagsskap þá er pláss fyrir þig í ERGI.
ERGI exists to empower queer students by creating safe, visible, and inclusive spaces where we can connect, grow, and thrive together.
Our mission is to strengthen the presence and voice of queer individuals within universities and throughout rural Iceland. We do this by building community, providing accessible education, promoting visibility, and standing firmly for human rights.
One of our long-term goals is to establish a dedicated queer community center in North Iceland—a vibrant hub for social connection, education, research, and peer support rooted in the region we call home.
At ERGI, we believe in uplifting queer voices and the voices of our allies. We actively work to challenge discrimination, dismantle isolation, and ensure that LGBTQ+ people feel a strong sense of belonging—wherever they are.
Whether you're seeking education, support, activism, friendship, or simply a space to be yourself—you have a place here. ERGI welcomes you.
